Minni umferð um helgina en í fyrra
Í nýrri frétt á heimasíðu Vegagerðarinnar kemur fram að umferðin um nýliðna helgi reyndist 7,7 prósentum minni en um sömu helgi í fyrra á sex talningastöðum út frá höfuðborginni.
,,Austur fyrir fjall mælist samtals tæplega 9% samdráttur þar sem umferðin um Hellisheiði dregst saman um 11,6%. Norður fyrir fjall mælist samtals rúmlega 6% samdráttur þar sem umferðin um Hvalfjörðinn dregst saman um 5,7%, milli helga.
Það sem af er sumri hefur meðalumferð um helgar á Hringvegi á þessum 6 mælistöðum dregist saman um 5,8%.
Eins og sést á stöplaritum (sjá myndir með fréttinni) þá virðist umferðin um síðustu helgi algerlega fylgja þeirri tilhneigingu, sem verið hefur undan farin ár þ.e.a. draga fari úr umferð eftir miðjan júlí. Mjög dró úr umferð um síðustu helgi (22. - 24. júlí) borin saman við helgina þar á undan (15. - 17. júlí). Reynslan sýnir að um næstu helgi (Verslunarmannahelgina, föstudagur - mánudags) verði heldur meiri umferð en um síðustu helgi þótt hún verði ekki sú stærsta, eins og sjá má á stöplaritinu sem sýnir meðaltölin."
Fréttin: http://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nr/2696