Misjafnt ástand hjólbarða
Föstudaginn 15. mars s.l. unnu nemendur í grunnnámi Lögregluskóla ríkisins, í samvinnu við FÍB, áhugavert vettvangsverkefni sem fólst í því að ræða við ökumenn um 100 bifreiða á IKEA-planinu og spyrja spurninga um dekkjabúnað, loftþrýsting o.fl.
Niðurstöðurnar eru mjög áhugaverðar á sinn hátt. Þær leiða í ljós að ökumenn eru fremur lítið að velta fyrir sér hjólbörðunum undir bílnum og ástandi þeirra yfirleitt. Það er auðvitað mjög miður því að miklu skiptir fyrir öryggi fólksins í bílnum og fólksins í umferðinni að hjólbarðar séu í lagi og með réttum loftþrýstingi.
Við birtum niðurstöður lögreglunemanna hér en það er í fyrsta sinn sem þær birtast í fjölmiðli. Þær eru á myndrænu formi og mjög auðlæsilegar.