Mitsubishi Outlander PHEV mest seldi tengiltivinnbíllinn
Af öllum nýskráðum bílum til einstaklinga og fyrirtækja á Íslandi 2019 voru 28,4% annað hvort rafmagns- eða tengiltvinnbílar. Aðeins Noregur getur stært sig af hærra hlutfalli nýskráninga rafmagns- og tengiltvinnbíla fyrir árið 2019.
Bílaumboðið Hekla heldur efsta sætinu með 38,5% hlutdeild á vistvæna bílamarkaðnum og var tengiltivinnbíllinn Mitsubishi Outlander PHEV mest seldi bíll ársins 2019 til bæði einstaklinga og fyrirtækja.
Eins og áður hefur komið fram seldust alls 11.728 bílar 2019. Árið 2018 var heildarsalan 17.976 bílar og er samdrátturinn á milli ára um 34,8%. Bílasalan var aðeins að rétta úr kútnum í desember en þá seldust 587 bílar samanborið við 482 bíla í desember 2018.
Mest selda bíltegundin á árinu var Toyota, þar á eftir KIA og þriðja mest selda tegundin var Hyundai. Volkswagen og Nissan komu sætunum þar á eftir.