Möguleiki á hálkumyndun á norðanverðu landinu
Búast má við slyddu eða jafnvel snjókomu á fjallvegum NA-til á landinu í dag og á morgun með tilheyrandi möguleika á hálkumyndun. Akstursskilyrði geta spillst og ökumönnum eindregið ráðlagt að búa sig miðað við aðstæður.
Veðurhorfur eru þær að spáð er norðlæg átt, 5-13 m/s en hægari vindur suðaustan til. Skýjað með köflum eða bjartviðri um landið sunnanvert en líkur á síðdegisskúrum, einkum á morgun. Skýjað og dálítil rigning á láglendi á á norðanverðu landinu en slydda eða jafnvel snjókoma til fjalla.
Dregur smám saman úr vindi og úrkomu NA-til á morgun en samfelldari úrkoma NV-til síðdegis og fram á kvöld. Hiti 2 til 12 stig, mildast SV-til en svalast í innsveitum norðanlands.