Mörg hundruð bílar skemmdust í bruna í Stavanger
Mörg hundruð bílar eyðilögðust í stórbruna í fimm hæða bílastæðishúsi við flugvöllinn í Stavanger í Noregi í gær. Á vef norska blaðsins Dagbladet kemur fram að tjónið nemi hundruðum milljóna norskra króna.
Þak bílastæðishússins hrundi að hluta til í brunanum og átti slökkviliðið í miklum erfiðleikum með að ráða við eldinn í byrjun. Unnið er að rannsókn brunans en í upphafi var talið að rekja mætti eldsupptök til rafmagnsbíls. Það reyndist ekki rétt því elduinnr gaus upp í dísilbíl af gerðinni Opel Zafira 2005 árgerð. Eigandi bílsins var að koma úr flugi og bíllinn var ekki gangi þegar eldurinn blossaði upp.
Það tók slökkviliðið nokkrar klukkustundir að ráða niðurlögum eldsins. Ljóst er að bílastæðishúsið verður að stórum hluta ekki notað á næstunni og mun það óneitanlega valda starfsmönnum flugvallarins og farþegum óþægindum á meðan unnið er uppbyggingu hússins.