Mótorhjólum fjölgar í Danmörku

http://www.fib.is/myndir/BMW_R1200RT.jpg

Danskir mótorhjólasalar reikna með að selja 20% fleiri mótorhjól á þessu ári en á því síðasta. Fleiri kaupsamningar um ný mótorhjól hafa verið undirritaðir frá síðustu áramótum en nokkru sinni áður á þessum árstíma samkvæmt frétt JyllandsPosten. Mótorhjólaáhugamenn ætla greinilega að vera tilbúnir þegar vorið nálgast að þeysa út á vegina.
http://www.fib.is/myndir/BMW-Classic-litil.jpg
Formaður innflytjenda mótorhjóla í Danmörku segir við blaðið að ef marka má þá sölusamninga sem þegar liggja fyrir, fjölda heimsókna á sölustaði og mikla aðsókn að stórum mótorhjólasýningum í Herning á Jótlandi og Kaupmannahöfn nýlega, þá megi allt eins búast við því að 30 ára gamalt sölumet falli á árinu.