Multiplan fær andlitslyftingu
Fiat Multipla frá um 1960, þá Multipla frá 2000 og loks sú nýjasta frá 2006.
Fiat Multipla hefur nú fengið andlitslyftingu númer tvö.Breytingin frá fyrri gerðinni er þó ekki mikil heldur fyrst og fremst gerð til þess að samræma svip bílsins öðrum gerðum Fiatbíla.
Grillið er nú mjög svipað og grillið á Fiat Stilo og er nú „andlitssvipur“ þessa fjölskyldumiðaða bíls orðinn allur annar og venjulegri en þegar hann kom fyrst fram. Uphaflega útlitshönnunin á Multipla var mjög djarfleg og óvenjuleg og sumir sögðu að bíllinn væri svo ógurlega ljótur að það væri hreinlega flott. Óneitanlega nokkuð til í því.
Um leið og ytra útliti hefur verið breytt nú, hefur innréttingu verið breytt lítillega einnig. Mælarnir eru nýir og ný efni og litasamsetningar eru á sætaáklæðum. Fáeinir Multipla bílar hafa verið á götunum hér á landi undanfarin ár.