Munur umferðar milli ára minnkar
Umferðin í viku 52 á höfuðborgarsvæðinu reyndist ríflega 18 prósentum minni en umferðin í viku 51, vikuumferðin var þó töluvert meiri en í sömu viku í fyrra. En séu jóladagarnir sjálfir bornir saman kemur í ljós að sú umferð er 5,5 prósentum minni í ár, en miðað við reglur um sóttvarnir hefði eigi að síður mátt búast við meiri mun á milli áranna að því fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.
Þá kemur fram að umferðin í síðustu heilu staðalviku ársins eða viku 52 reyndist rúmlega 18% minni en í viku 51. Þetta er eðlileg staða á þessum árstíma vegna jólahátíðarinnar, en hún reyndist hins vegar 7,4% meiri en í sömu staðalviku fyrir ári síðan.
Í lok árs hvers árs fer að vera vandasamara en áður að bera saman staðalvikur því að árið 2019 var vika 52 frá 23. 12 til 29. 12 en nú í ár er vika 52 frá 20. 12 til 26. 12. svo sömu vikunúmer árið 2020 eru með þriggja daga hliðrun miðað við árið 2019.
Ef horft er framhjá staðalvikum og bornar eru saman sömu dagsetningar á milli ára eða dagarnir 20 – 26. desember, sem segja má að sé jólaumferðin, þá kemur í ljós allt önnur og raunsannari niðurstaða eða að árið 2020 hafi umferðin verið 5,5% minni en á síðasta ári, yfir jólahátíðina. Miðað við gildandi sóttvarnir hefði þó allt eins mátt búast við meiri mun á milli ára.
Mismunur, milli ára, á jólaumerð (20 – 26. des.) eftir mælisniðum:
Hafnarfjarðarvegur við Kópavogslæk: -10,6%
Reykjanesbraut, við Dalveg: -1,0%
Vesturlandsvegur, ofan Ártúnsbrekku: -6,2%