N1 og Shell hækka bensín og dísilolíu
Olíufélögin N1 og Skeljungur hækkuðu í dag verð á bensíni um 1,70 krónur á lítra og dísilolíu um 1,50 krónur á lítra. Eftir þessa hækkun er algengasta verð á bensínlítra í sjálfsafgreiðslu hjá þessum félögum 124,60 krónur og dísilolíu 124,30 krónur.
Þessa hækkun er ekki hægt að rökstyðja með tilvísun í hækkun á heimsmarkaði eða neikvæðrar gengisþróunar íslensku krónunnar. Krónan er mjög sterk gagnvart bandaríkjadal þrátt fyrir 2% lækkun í kjölfar svartrar skýrslu Hafrannsóknarstofnunar. Kostnaðarverð hvers lítra af bensíni á heimsmarkaði það sem af er júni er ríflega krónu lægra en meðalverðið var í maí. Álagning oliufélaganna af dísiloliu með olíugjaldi hefur aldrei verið hærri en í dag.
Eina skýringin á þessari hækkun hjá N1 og Shell er sú að verið er að hækka álagningu á eldsneyti í byrjun sumarleyfistímans - þegar hinn almenni bíleigandi ekur að jafnaði lengri vegalengdir.