Nagladekk nú fáanleg til leigu

N1 hefur hafið leigu á nagladekkjum sem er nýlunda hér á landi. Þessi þjónusta gæti reynst bíleigendum góður kostur og veitt mikið öryggi þegar þeir hyggja á ferðlag í þeim vetraraðstæðum sem nú eru á landsbyggðinni. Margir verða á ferðinni nú um jólahátíðina og þá er spurning hvort bíllinn sé fullbúinn fyrir þær aðstæður sem eru á leiðinni.

Til að byrja með er eingöngu hægt að bóka dekk í N1 appinu en innan skamms verður einnig í boði að bóka á n1.is. Í byrjun er aðeins hægt að leigja dekk á dekkjaverkstæði N1 í Fellsmúla. Ekki er tryggt að þú fáir sömu stærð en tryggt er að þú fáir þá stærð sem passar undir bílinn þinn.

Öll dekkin í leigunni eru keyrð innan við 15.000 km. Lágmarksleigutími er einn sólarhringur. Dekkjaleigan er hugsuð fyrir skammtímaleigu en það er hægt að leigja dekk í lengri tíma. Til að byrja með verður aðeins hægt að leigja negld vetrardekk.

Afsláttur er veittur fyrir N1 korthafaí formi N1 punkta. Öll leigudekk eru á felgum en í undatekningartilvikum gæti þurft að umfelga þín dekk en það er þá án auka kostnaðar.

,,Þessi þjónusta er búin að vera í all nokkurn tíma í undirbúningi. Það þurfti að vinna ákveðin tæknileg atriði og þegar þau voru tilbúinn var ekkert annað að gera en að koma þessu í framkvæmd. Viðbrögðin eru góð, raunar mun betri en við áttum von á. Við teljum þetta góðan kost fyrir þá sem vilja aka á vetrardekkjum innan bæjar að geta skipt yfir í nagladekk þegar haldið er af stað í akstur við krefjandi aðstæður út á landi. Nagladekkin gefa meira öryggi í vissum aðstæðum,“ sagði Hermann Elí Hreinsson, sölustjóri hjólbarða- og innkaupa hjá N1, í samtali við FÍB.

Verðskrá

Tegund leigu

Verð per dag

Smábíll - 185/60R15

6.990kr

Fólksbíll - 205/55R16

6.990kr

Fólksbíll - 215/55R17

6.990kr

Jepplingur - 215/55R18

8.990kr

Jepplingur - 235/50R19

8.990kr

Jepplingur - 235/50R20

8.990kr

Jeppi - 255/50R20

9.990kr

Jeppi - 265/55R20

9.990kr

 

  • Ef leigt er í 2 daga þá er veittur 10% afsláttur frá heildarverði
  • Ef leigt er í 3 daga eða meira þá er veittur 25% afsláttur frá heildarverði
  • Innifalið í leigu eru 4stk Michelin X-Ice North 4, á felgum og undirsetning.
    (ATH, í undantekningartilfellum gæti þurft að umfelga þínar felgur. Það felur ekki í sér aukakostnað)
  • Staðfestingargjald 1.500kr er innheimt þegar bókun er staðfest. Það dregst frá heildarupphæð.