Nákvæmnis- og sparaksturskeppni á rafmagnsbílum
Íslandsmótið í nákvæmnissparakstri á rafmagnsbílum fór fram um helgina. Keppnin gengur undir heitinu Landsvirkjun EcoRally Iceland 2024 /Bridgestone FIA ECO RALLY CUP EcoRally Iceland 2024.
Eknar voru 16 sérleiðir á tveimur dögum en keppnin gengur út á það að aka samkvæmt tímatöflu með sem minnstri skekkju. Um leið þurftu ökumenn að halda eyðslu rafbílsins í algjöru lágmarki. Því skipti miklu máli, bæði fyrir ökumann og aðstoðarmnann, að vera vakandi um eyðslu bílsins, staðsetningu, tíma og hraða til þess að fá sem fæst refsistig.
Keppnin fór fram á suðvesturlandi, hófst á föstudag og lauk síðan á laugardeginum. Þetta var í sjötta skiptið sem keppnin fór fram hér á landi. Tólf bílar tóku þátt, þar af fjórir keppendur sem komu erlendis frá. Keppnin var hluti af heimsmeistaramóti sem haldið er haldið í tólf löndum ár hvert. Samtals óku keppendur um 600 km og þar af voru 365 km á sérleiðum.
Á sjálfu heimsmeistaramótinu urðu Tékkarnir Michal Zdarsky og Jakub Nabelek á Hyundai Kona sigurvegarar. Shirley Fernandez og Antonio Fernandez frá Spáni á Hyundai Kona urðu í öðru sæti og í þriðja sæti Kalin Dedikov og Georgi Palov frá Búlgaríu á KIA E-Niro. Íslensku keppendurnir röðuðu sér í sætin þar á eftir.
Lið frá FÍB, skipuð bræðrunum Birni og Arnþóri Kristjánssonum tók þátt í keppninni í fyrsta sinn. Íslandsmótið var haldið samhliða og þar hafnaði lið frá FÍB í þriðja sæti. Þeir bræður náðu þriðju lægstu rafmagsneysðlunni en það voru 15,4 kWh/100 km. Þeir óku eigin bíl af gerðinni MG ZS EV.
Ökumaður | Aðstoðarökumaður | Bíll | |||
1 | Michal ZDARSKY | CZE | Jakub NABELEK | CZE | Hyundai Kona |
2 | Shirley FERNANDEZ | ESP | Antonio FERNANDEZ | ESP | Hyundai Kona |
3 | Kalin DEDIKOV | BGR | Georgi PAVLOV | BGR | KIA E-Niro |
Ökumaður | Aðstoðarökumaður | Bíll | |||
1 | Hákon JÖKULSSON | ISL | Richard CROZIER | IRL | VW ID.3 Pro |
2 | Gunnar Karl JÓHANNESSON | ISL | Eydís Anna JÓHANNESDÓTTIR | ISL | Tesla Model 3 |
3 | Björn KRISTJÁNSSON | ISL | Arnþór KRISTJÁNSSON | ISL | MG ZS EV |