Nemendum í 10. bekk í Foldaskóla veitt leiðsögn í dekkjaskiptum
Nemendum í10. bekk við Foldaskóla í Grafarvogi stendur til boða valgrein við skólann sem nefnist fornám til ökunáms. Í þessu fagi er farið yfir öryggi og ýmsa þá þætti sem tengjast bílnum.Hjörtur Gunnar Jóhannesson, starfsmaður FÍB aðstoðar, heimsótti Foldaskóla í vikunni og fræddi nemendurna um allt sem snýr að dekkjaskiptum Einnig fór fram kennsla í því hvernig maður tengir startkapla og gefur straum
Kristín Helgadóttir Ísfeld, námsráðgjafi við Foldaskóla, og jafnframt ökukennari kennir fornám ökunáms við skólann. Kristín segir að skólinn hafi boðið upp á þessa valgrein í sex ár en þessi þáttur ökunámsins að kenna nemendum að skipta um dekk hefur verið í boði í tvö ár.
,,Það er mikil ánægja með þessa valgrein í skólanum og unglingarnir sérlega áhugasamir. Þau læra ekki sérstaklega um þennan þátt í ökunáminu sjálfu og því er alveg nauðsynlegt að þau búi yfir þekkingu sem snýr að dekkjaskiptingu og öðrum þáttum. Það er alveg ómetanlegt að geta leitað til FÍB og fá félagð til að veita unglingunum leiðsögn. Aðstoð FÍB í þessum efnum er stórkostleg,“ sagði Kristín Helga.
Katrín Helga sagðist viss um það að þessi valgrein við skólann væri komin til að vera.
,,Það sé afar brýnt að geta veitt nemendunum leiðsögn í þessum efnum.Það er svo mikilvægt að geta bjargað sér sjálfur þegar vandamálin koma upp," sagði Kristín Helga Ísfeld.