„Neytandinn“ vill upplýsingarnar

http://www.fib.is/myndir/Bensinbyssa2.jpg

Alls hafa 493 svarað síðustu spurningu hér á vef FÍB. Spurningin var sett fram í tilefni af því að N1 sem er gamla olíufélagið Esso hefur hætt að birta eldsneytisverð á heimasíðu fyrirtækisins.

Eftir að FÍB hafði vakið athygli á þessari rýrnandi upplýsingaþjónustu fyrirtækisins fullyrti markaðsstjóri þess í samtali við Fréttablaðið að eldsneytisverð væri nokkurt það sem „neytandinn“ vildi ekki augum líta á heimasíðunni og að fjarvera þessara mikilvægu upplýsinga væri ekki til minnstu óþæginda fyrir viðskiptavini N1.http://www.fib.is/myndir/Bensinerdkonnun.jpg

Ef marka má svör þorra svarenda við spurningu okkar er fullyrðing markaðsstjórans út í bláinn: 90% töldu að olíufélög ættu að birta verðupplýsingar á heimasíðum sínum, 8% töldu það óþarfa og 2% voru hlutlaus.