Niðurfelling ívilnunar tekur breytingum um áramótin
Niðurfelling ívilnunar sem tengibílar hafa notið í formi lækkaðs virðisaukaskatts tekur breytingum um áramótin. Ívilnunin í dag er að hámarki að fjórum milljónum króna af bílverði og getur því numið að hámarki 960 þúsundum króna.
Meirihluti efnhags- og viðskiptanefndar Alþings hefur haft málið til meðferðar og hefur beint því til fjármálaráðherra að skoða hvort tilefni sé til að framlengja ívilanir vegna innflutnings á tengiltvinnbílum. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að fjárhæð virðisaukaskatts vegna íviljunar vegna þessara bíla lækki um umtalsvert.
Fram kom í máli Jóhannesar Jóhannessonar hjá Bílgreinasambandinu í morgunútvarpi Rásar 2 að hámarksívilnun sem hægt er fá í dag nemur 960 þúsundum. Núna um áramótin mun helmingur þeirra ívilnunar detta út og verða 480 þúsund. Svo þegar 15 þúsund bíla kvótanum sem stjórnvöld settu á verður náð fellur seinni helmingurinn út. Eins og staðan er í dag stefnir allt í að heildarniðurfellingin felli alveg út í febrúar næstkomandi.
Undanfarin ár hafa stjórnvöld stutt orkuskipti í samgöngum með sérstökum aðgerðum. Um áramótin, eins og áður sagði fellur niður fyrri hluti virðisaukaskatts-ívilnunar stjórnvalda á tengiltvinnbílum niður og síðari hlutinn einnig þegar 15.000 slíkir bílar hafa verið nýskráðir.
Mörgum þykir þessi breyting skjóta skökku við í þeim orkiskiptum sem nú fara fram. Líklegt þykir að hvatar virðisaukaskattskerfisins til kaupa á slíkum bifreiðum muni minnka þar sem niðurfellingin mun orsaka hliðstæða hækkun útsöluverðs sem nemur niðurfellingu eins og fram hefur komið í ályktun sem Bílgreinasambandið sendi fjármálaráðuneytinu sem og efnahags-og viðskiptanefnd 11. nóvember síðastliðinn.
Upprunalega átti að taka fyrsta skrefið í niðurfellingu ívilnunarinnar um síðustu áramót. Um komandi áramót átti ívilnunin að lækka enn frekar og falla svo alveg niður 1. janúar 2023. Viðræður við stjórnvöld hafa staðið yfir um að fresta fyrirhugaðari niðurfellingu. Þess má geta að rúmir 2,2 milljarðar virðisaukaskatts voru felldir niður vegna innflutnings 2.632 tengiltvinnbíla í fyrra.
Niðurfelling virðisaukaskatts á rafmagnsbílum árið 2020 námu alls 2,9 milljörðum króna en slíkur afsláttur var veittur vegna innflutnings á 2.632 bílum í þessum flokki.