Niðurskurður í vændum hjá Nissan
Bílaframleiðendur standa frammi fyrir erfiðum tímum en bílasala hefur dregist mikið saman á þessu ári. Fram hafa komið erfiðleikar hjá Volkswagen sem hefur í hyggju að loka verksmiðjum í Þýskalandi.
Japanski bílaframleiðandinn Nissan finnur fyrir þessum samdrætti og er markmiðið á næstunni að endurskipuleggja allan rekstur fyrirtækisins. Nissan hefur í hyggju fækka störfum um níu þúsund og minnka framleiðslugetuna um 20%.
Nissan tapaði töluverðu á síðasta ársfjórðungi. Í tilkynningu frá Nissan kemur fram að staðan sé mjög erfið og því sé fyrirhugaður niðurskurður óhjákvæmilegur.