Nissan Leaf rafbíll með yfir 400 km drægi?
Almenn sala á Nissan Leaf hófst 2010 og var raundrægi fyrstu kynslóðar þessara rafbíla á hleðslunni í kring um 120 kílómetrar.
Verkfræðingahópurinn umræddi hafði sjálfur frumkvæði að endurbótunum á þessum tiltekna bíl þar sem til stendur að taka þátt í sparaksturskeppni á honum á Spáni innan skamms.
Nissan Leaf markaði tímamót þegar hann kom á almennan markað síðla árs 2010. Hann var fyrsti fjöldaframleiddi hreini rafbíllinn í veröldinni og þótti þá strax og er enn sérlega þægilegur í akstri og notkun. 120 km raundrægið við bestu aðstæður, langur hleðslutími og takmarkað framboð hleðslustaða var í fyrstunni helsti þröskuldurinn í vegi bílsins og annarra rafbíla, en allt hefur þetta breyst mjög til batnaðar síðan. Hleðslustöðum, sérstaklega hraðhleðslustöðvum hefur fjölgað verulega víðast hvar og einnig hér á landi og 250 km drægi dugar flestum fyllilega fyrir stærstan hluta bílanotkunar þeirra.
Eftir meðhöndlun verkfræðinganna er rýmd rafhlaðanna í keppnisbílnum umrædda komin úr 30 kílóWattstundum í 48 kWst. Líklegt má telja að þessar endurbætur eigi eftir að skila sér fljótlega til fjöldaframleiðslubílanna hjá Nissan.