Nissan þróar nýja gerð af hvarfakút
Nissan hefur þróað nýja gerð af hvarfakút (katalysator) fyrir bensínvélar. Samkvæmt fréttum mun hvarfakúturinn aðeins þurfa helminginn af þeim eðalmálmum sem notaðir eru í hvarfakútum á markaðnum í dag. Efnahvörf í hvarfakútum breyta skaðlegum útblástursefnum í óskaðleg efni og vatn. Til að virkja þessi efnahvörf þarf palladín, platínu og ródín oxunarhvata. Bílaiðnaðurinn hefur á liðnum árum verið aðal kaupandi málma úr platínuflokknum í veröldinni. Hvarfakútar eru dýrir í framleiðslu og mikil notkun platínu oxunahvata vegur þar þungt. Þróun og vinna við nýja hvarfakútinn er samstarfsverkefni Nissan og Renault. Hvarfakúturinn er nánast eins í útliti og endingu og þeir sem nú eru notkun en sparar helminginn af dýru eðalmálmunum.Nissan segir að hvarfakúturinn verði kynntur snemma á næsta ári.