Nissan X-Trail X-Scape kemur útbúinn með léttum og meðferðalegum dróna
Nissan X-Trail er núna kominn í nýja sérstaka útgáfu til að taka spennuna á næsta stig. Óvenjulegur staðalbúnaður X-Trail X-Scape gerir kleift að mynda ævintýri fjölskyldunnar hvenær sem er og hvar sem er.
Nissan X-Trail X-Scape kemur útbúinn með léttum og meðferðalegum dróna sem staðalbúnað.
Dróninn er útbúinn eiginleikum eins og „follow me“ þar sem dróninn fylgir þér eftir og passar uppá að þú ert alltaf í fókus sama hvað þú ert að gera. Hvort sem þú sért í gönguferð, hjólaferð, á kajak, hjólabretti eða að stunda aðra jaðaríþrótt.
Dróninn - Parrot Bebop 2 sem vegur aðeins 500g – er merktur Nissan og kemur með Parrot Skycontoller 2 fjarstýringu ásamt Parrot Cockpitglasses, með Cockpitglasses og 14 megapixla myndavél á drónanum upplifir þú umhverfið þitt eins og fuglinn fljúgandi.
Nissan X-Trail X-Scape er eingöngu fáanlegur með 1,6 lítra 130 hestafla dísil vélinni í Tekna útfærslu.
Þannig vill Nissan tryggja að kaupendur fái besta mögulega búnað eins og leðurklædd sæti, rafstýrt bílstjóra og farþega sæti, sjálfvirka miðastöð og NissanConnect upplýsingarkerfinu með leiðsögubúnaði svo þú villist ekki á ferðum þínum um óbyggðirnar.
Nissan X-Trail er vel í stakk búinn til að til að flytja allt það helsta sem ævintýragjörn fjölskylda tekur með sér í ferðalagið, langbogar á þaki bílsins eru kjörinn staður til að setja fjallahjólin eða kajakinn svo má ekki gleyma aftanívagninum en X-Trail fer auðveldlega með hann með dráttargetu upp á 2000 kg.