Níu af hverjum tíu seldra bíla í Noregi voru rafknúnir 2024

Rafbílar njóta aldei sem fyrr meiri vinælda í Noregi. Árið 2024 voru rafbílar með 89% markaðshlutdeild og jókst salan á þeim um 7% á milli ára.

Níu af hverjum tíu nýjum bílum sem seldir voru í Noregi á síðasta ári voru eingöngu knúnir rafhlöðu samkvæmt skráningargögnum sem birtar voru um áramótin. Þetta setur Noreg í góða stöðu til að ná markmiði sínu um að einungis rafknúnir bílar bætist við bílaflotann árið 2025.

Hreinir rafbílar voru 88,9% af nýjum seldum bílum árið 2024, aukning frá 82,4% árið 2023 samkvæmt gögnum frá norsku vegamálastofnuninni (OFV). Mest seldu vörumerkin voru Tesla, því næst Volkswagen og Toyota.

,,Noregur verður fyrsta land í heimi til að nánast útrýma bensín- og díselbílum af nýbílamarkaðinum," sagði Christina Bu, framkvæmdastjóri norsku rafbílasamtakanna.

Olíuframleiðslulandið Noregur leggur háa skatta á bensín- og díselbíla, en undanþiggur rafbíla frá innflutnings- og virðisaukaskatti til að gera þá meira aðlaðandi, þó að sumir skattar hafi verið endurinnleiddir árið 2023. Stefnan hefur virkað vegna þess að hún hefur verið samkvæm sjálfri sér yfir tíma, viðhaldið af ríkisstjórnum með ólíkar pólitískar áherslur segja sérfræðingar.

,,Mjög oft sjáum við í öðrum löndum að einhver setur skattaívilnanir eða undanþágur og dregur þær svo til baka aftur," sagði Bu.

Að hafa hvata, frekar en að banna bensín- og díselbíla, var einnig mikilvægt, sagði Bu. ,,Það hefði gert fólk reitt. Fólki líkar ekki að vera sagt fyrir verkum," sagði hún.

Vissulega, þó að næstum allir nýir bílakaupendur í Noregi hafi skipt yfir í rafmagn, eru enn einhverjir eftir á gamla mátann. Helstu kaupendur brunavélabíla í Noregi eru bílaleigur því margir ferðamenn eru ekki vanir rafbílum.

Engu að síður þýðir vaxandi hlutfall rafbíla á norskum vegum að aðrar atvinnugreinar þurfa að aðlagast. Á bensínstöðvum er sífellt fleiri bensíndælum skipt út fyrir hraðhleðslustöðvar.

,,Innan næstu þriggja ára munum við hafa að minnsta kosti jafn margar hleðslustöðvar og við höfum dælur fyrir eldsneyti. Eftir bara nokkur ár munu meira en 50% allra bíla í Noregi vera rafknúnir,“ sagði Anders Kleve Svela, yfirmaður hjá Circle K, stærsta eldsneytissala Noregs.