Norskir leigubílstjórar aka flestir á Toyota
Flestir leigubílstjórar í Noregi kjósa að aka á Toyota. Um 42% af nýskráðum bílum í leigibílaflotanum eru af gerðinni Toyota. Upplýsingastjóri Toyota í Noregi, Espen Olsen, er að vonum ánægður með þessa niðurstöðu. Hann segir þetta frábæra viðurkenningu á traustan og öruggan bíl. Ennfremur verði ekki litið framhjá því að sölumenn Toyota hefðu verið að vinna góða vinnu.
Mest seldi leigubíllin í Noregi 2019 var Toyota Pirus, með alls 21% markaðshlutdeild. Toyota Rav 4 var í þriðja sæti og Toyota Carmy í fjórða sætinu. Af nýskráðum leigubílum í Osló er hlutdeild Toyota stór, alls 71%.
Samkvæmt tölum frá norsku hagstofunni óku norskir leigubílar 510 milljónir km árið 2018. Þar af var var 118 milljónum km ekið í höfuðborginni Osló.