Nú er nóg komið!
Volkswagen stefnir að því að verða stærsta bílaframleiðslusamsteypa veraldar innan fárra ára. Nú er svo komið að hvorki meira né minna en 12 bílamerki eru samansöfnuð innan samsteypunnar, hið nýjasta er Porsche. Þá hefur VW leitað eftir kaupum á Proton bílaframleiðandanum í Malasíu, en Proton á hið fornfræga breska sportbílsmerki, Lotus. Hefðu þau kaup orðið hefðu merkin innan VW orðið alls 14.
Einhverjum þykir sjálfsagt nóg um þessa „merkjasöfnun“ VW og þeirra á meðal er sjálfur starfsmannastjóri VW, Bernd Osterloh, en hann segir að nú sé nóg komið, „enough is enough“ hefur bílafréttavefurinn The Detroit Bureau eftir starfsmannastjóranum. „Við erum komnir með 12 vörumerki í hendurnar og nú verðum við að staldra við og samstilla hópinn,“ segir Bernd Osterloh.
Volkswagen hefur áður leitað eftir því að kaupa Proton og dótturfyrirtækið Lotus, en það var 2007. Þá var tilboði VW hafnað en tilboði fjárfestingafélagsins DRB-Hicom tekið. En síðan hefur hallað talsvert undan fæti hjá Proton og Lotus og fyrirætlanir um fimm nýja Lotus sportbíla hafa verið lagðar á hilluna og forstjórinn rekinn. Og nú er alls óvíst um hvort að VW yfirleitt kaupi Proton og Lotus. Tal starfsmannastjórans nú gæti bent til þess að svo sé og að það sé ekki eining innan stjórnendahópsins um frekari „vörumerkjasöfnun.“
Detroit Bureau telur ólíklegt að VW hafi yfirhöfuð nokkurt einasta gagn af því að eignast Lotus, eftir að hafa nýlokið við að innlima hið heimsþekkta sportbílamerki Porsche. Proton sé hinsvegar áhugaverður kostur sem myndi styrkja stöðu VW á hinum ört vaxandi bílamarkaði Asíu. VW er að vísu með mjög sterka stöðu í Kína en síðri á ýmsum öðrum svæðum Asíu, ekki síst í suð-austur hluta álfunnar. Whether management will now try to sway his position remains to be seen. With Piech leading the charge, the automaker way able to resist Porsche’s David v Goliath takeover bid, eventually acquiring its little rival. Piech seldom fails to get what he wants, observers emphasize.