Nú segjum við stopp

http://www.fib.is/myndir/Stopp.jpg

 

Á morgun, fimmtudaginn 14. september gengst samgönguráðuneytið í samvinnu við Umferðarráð, Umferðarstofu, lögreglu, Vegagerðina og allmörg félagasamtök, þar á meðal FÍB, fyrir fundum um allt land. Fundirnir eru haldnir að tilefni alvarlegra slysa sem orðið hafa í umferðinni undanfarið.

FÍB hvetur félagsmenn sína til að sækja þá fundi sem haldnir eru næst þeim, og að hver og einn setji sér persónulegt markmið að bæta aksturslag sitt og umferðarhegðun. Þannig getur hver og einn lagt sitt fram í því að stuðla að öruggari og tillitssamari umferð.

Sjá nánar í tilkynningunni hér á eftir.

 

 

http://www.fib.is/myndir/StoppStopp.jpg