Ný göngubrú yfir Reykjanesbrautina
Ný göngubrú yfir Reykjanesbrautina var hífð á stöpla sína í gærmorgun. Loka þurfti Reykjanesbrautinni milli Kaldárselsgatnamóta og Strandgötubrúar meðan verktakinn Ístak hífði brúna á sinn stað við Ásland.
Framkvæmdin gekk framar vonum. Gatan var lokuð klukkan 9.30 en þá hafði staðið yfir um klukkutíma undirbúningur. Innan við tuttugu mínútur liðu frá því kraninn fór á loft og þar til boltar höfðu verið festir.