Ný reglugerð um sektir og önnur viðurlög fyrir umferðarlagabrot
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur skrifað undir nýja reglugerð um sektir og önnur viðurlög fyrir umferðarlagabrot sem tekur gildi 1. maí. Sektir fyrir umferðarlagabrot hafa margar hverjar verið óbreyttar í rúman áratug og mörgum þótt þær of lágar og hafa lítinn fælingarmátt.
Í reglugerðinni kemur fram að sektir við umferðarlagabrotum eru til þess fallnar að veita ökumönnum aukið aðhald og stuðla þannig að auknu umferðaröryggi. Nauðsynlegt er að fjárhæð sekta endurspegli alvarleika umferðarlagabrota og þá hættu sem þau skapa. Flestar sektir hækka og margar þrefalt eða fjórfalt á við það sem þær eru núna.
Lægsta sektarfjárhæð frá 1. maí verður 20.000 krónur en var áður 5.000 krónur (eina undantekningin er að sekt fyrir að hafa ekki ökuskírteini meðferðis sem verður 10.000 krónur). Hæstu sektirnar hækka líka, þó að hlutfallslega sé hækkunin ekki eins mikil.
Á vef Samgöngustofu verður hægt að fá allar upplýsingar um sektir fyrir umferðarlagabrot. Sektarreiknirinn verður uppfærður þar sem notendur geta valið sér skilyrði og fengið út hver refsingin kemur til með að verða fyrir hraðakstur og ölvunarakstur.
Hér má sjá nokkur dæmi um hækkun sekta fyrir umferðarlagabrot frá 1. maí 2018: