Ný tíðindi af álagningu olíufélaganna

http://www.fib.is/myndir/Bensinbyssa.jpg

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði verulega nú í haust og byrjun vetrar eftir að hafa stigið í hæstu sögulegu hæðir sl. sumar. Síðustu daga hafa verið teikn um það að heimsmarkaðsverð sé heldur stígandi en á móti því kemur að gengi dollars hefur verið að veikjast gagnvart krónu.

FÍB fylgist stöðugt með þróun verðlags á olíu á heimsmarkaði og á heimamarkaðinum hérlendis. Ljóst er af  þeim athugunum að heimsmarkaðsverð hefur lækkað verulega frá því í sumar.  Bensínið hefur lækkað um ríflega 17 kr. á lítra síðan í júlí. Álagning olíufélaganna var 15% lægri í nýliðnum nóvember samanborið við október. Meðal álagning ársins 2006 er á hinn bóginn 5,9% hærri  af dísilolíu og 9,6% hærri af bensíni samanborið við meðalálagninguna 2005.

Á grafinu hér að neðan má sjá þróun heimsmarkaðsverðs og álagningar olíufélaganna á hvern lítra af bensíni og dísilolíu frá janúarmánuði 2005 til dagsins í dag.

Allar verðupplýsingar í grafinu er á uppreiknuðu verðlagi dagsins í dag miðað við neysluverðsvísitölu nóvembermánaðar.

http://www.fib.is/myndir/Eldsneytisv-des-2006.jpg