Ný útgáfa af rafbílnum MG4 komin í sölu
BL við Sævarhöfða hefur fengið í sölu nýja útgáfu af rafbílnum MG4, sem ber gerðarheitið MG4 Standard Range og er með 51 kWh rafhlöðu og 350 km drægni. MG4 Standard Range er á sérlega hagstæðu verði eða á 4.490 þúsundir króna sem er eitt lægsta verðið í þessum stærðarflokki á rafbílamarkaði hérlendis. Reynsluakstursbílar eru þegar til taks fyrir áhugasama við Sævarhöfða.
MG4 var upphaflega frumsýndur á Evrópumarkaði um mitt síðasta ár, þar á meðal hér á landi í Luxury-útgáfu. Bíllinn hefur hlotið góðar móttökur og fjölda viðurkenninga víða í Evrópu fyrir þægilega aksturseiginleika og hagstætt verð, einkum í ljósi ríkulegs búnaðar.
Hér er um að ræða rúmgóðan vel búinn fimm manna fjölskyldubíl í millistærðarflokki með flötu gólfi sem veitir aukið rými fyrir farþega og farangur. Vegna lágs þyngdarpunkts, jafnrar þyngdardreifingar og þróaðs fjöðrunarkerfis hefur MG4 sérlega góða aksturseiginleika við mismunandi vegaðstæður.
Meðal viðurkenninga sem MG4 hefur hlotið í Evrópu frá því að hann var frumsýndur á síðasta ári má nefna „Bestu kaup ársins 2022 hjá Top Gear.