Nýir bílar teknir í notkun hjá Vöku
Vaka hefur tekið í notkun nýjan dráttarbíl af gerðinni Dodge Ram en bíllinn var sérsmíðaður í Bandaríkjunum. Dráttarbíllinn hefur reynst mjög vel í alla staði og er kærkominn viðbót í endurnýjun á bílaflota fyrirtækisins. Vaka og FÍB hafa átt samstarf á annan áratug en Vaka veitir félagsmönnum í FÍB þjónustu þegar eftir því er óskað allan sólarhringinn.
Valdimar Haraldsson, deildarstjóri akstursdeildar hjá Vöku, sagði í samtali við FÍB-blaðið að ákveðið hefði verið að reyna eitthvað nýtt. Vaka hefði notað Ford til þessa en nýi bílinn sem kom til landsins á dögunum er af gerðinni Dodge Ram 4500. Vaka á jafnframt von á tveimur stærri bílum til viðbótar á næstunni en þeir eru af gerðinni Dodge Ram 5500. Haraldur sagðist eiga von á því að þeir verði komnir í þjónustu í lok sumars.
„Það var kominn tími að endurnýjan bílaflotann hjá okkur en segja má að bílarnir hjá okkur séu í notkun allan sólarhringinn. Þetta eru þeir bílar sem við notum mest og því er mikið öryggi fólgið í að taka inn nýja bíla í þjónustuna sem við veitum með reglubundnum hætti. Bíllinn sem við höfum nú þegar tekið í notkun er útbúinn allra nýjustu tækjum en hann var sérsmíðaður fyrir okkur í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum. Ég fór út ásamt framkvæmdastjóranum til að veita honum viðtöku. Við hlökkum til að veita viðskiptavinum okkar góða þjónusta hér eftir sem hingað til,“ sagði Valdimar Haraldsson.