Nýjar og áreiðanlegar prófanir taka gildi í Evrópusambandinu
Nýjar prófanir á útblæstri ökutækja taka í gildi í Evrópusambandinu í þessari viku þar sem eftirlitsaðilar leitast við að koma í veg fyrir að dísillosunarvandinn sem upp kom hjá Volkswagen endurtaki sig ekki. Eins og kunnugt er var bílaframleiðandinn staðinn að því að svindla á bandarískum dísilblástursprófum í september 2015.
Volkswagen var uppvíst að stórfelldu svindli í útblástursmælingum opinberra aðila í Bandaríkjunum og Evrópu. Um er að ræða eitt af umfangsmeiri svindlmálum sem upp hafa komið í bílabransanum.
Hingað til hafa einungis rannsóknarprófanir verið notaðar sem viðmiðunarmörk til að meta losun ökutækja, þar sem bílaframleiðendur nota ýmsar aðferðir - eins og að líma fyrir hurðir og glugga - til að ná betri árangri í akstri.
Evrópufyrirtækið Automobile Manufacturers 'Association (ACEA), sem BMW, Volkswagen og Fiat Chrysler eru aðilar að, sagði í yfirlýsingu á fimmtudaginn að strangari reglur "veita nákvæmari grundvöll til að mæla eldsneytiseyðslu ökutækisins og losun."
Rannsóknir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sýna að ófullnægjandi prófanir hafi leitt til losunar á eitruðu köfnunarefnisoxíðs sem sem nemur margfalt því sem leyfilegt er.
Framkvæmdastjórn ESB segir í yfirlýsingu sinni að bifreiðar leiki stórt hlutverk í lífi okkar og því sé nauðsynlegt að innleiða nýjar og áreiðanlegar prófanir á nýjum bílum.
Enginn framleiðandi annar en Volkswagen hefur sett upp hugbúnað sem eingöngu er ætlað að hylja losun en eftirlitsstofnanir í Bretlandi og Þýskalandi segja að bílaframleiðendur hafi nýtt sér aðra leið til að draga úr mengunarvörnum, haldandi því fram að þeir geri það til að vernda vélina.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins leitast einnig við að endurskoða hvernig nýjar gerðir bíla eru samþykktar af aðildarríkjum með víðtækari eftirlitsheimildum, þar með talið hæfni til að leggja sektir á bílaframleiðendur, til að efla um leið öflugra eftirlit í þessum iðnaði
Nýju reglurnar eiga við um alla bílaframleiðslu fyrir september 2017 og verða einnig innleiddar fyrir bíla sem framleiddir verða 2018 fram til september 2019.