Nýju bílarnir hávaðasamari

http://www.fib.is/myndir/Lexus_ls600h.jpg

Lexus LS600. Einn sá hljóðlátasti.


Nýjustu bílarnir virðast vera að verða stöðugt háværari. Hávaðinn kemur einkum frá hjólum og hjólabúnaði bílanna. Sænska bílatímaritið Vi Bilägare hávaðamælir þá bíla sem reynsluekið er á vegum þess og þetta er niðurstaðan. Hún er fengin úr mælingum á 35 bílum.

Samkvæmt tímaritinu er þetta þó ekki alfarið sök framleiðenda bílanna því að malbik í Svíþjóð er sagt grófara en víða annarsstaðar. Í því séu allt að 16 mm stórir steinar. Þetta grófa slitlag þýðir að vegirnir þola betur negld vetrardekk og álag snjóruðningstækja. Þá leiði gróft slitlag betur vatn af brautunum og vegyfirborðið sjáist betur í myrkri. Nýjustu bílar séu ekki beint gerðir fyrir svona gróft vegyfirborð og mælist því hávaðasamari í Svíþjóð en í t.d. nágrannalöndunum, t.d. Danmörku.

Tímaritið segir meginskýringuna á meiri vegdyn í nýjum bílum þá að dekkin undir nýjum bílum eru yfirleitt með breiðari slitfleti en áður var. Þá eru bæði fjöðrunarbúnaður og undirvagn yfirleitt stinnari en áður. Þessar breytingar hafi leitt til betri stöðugleika í akstri en jafnframt til aukins vegardyns inni í bílunum.

Einn af blaðamönnum Vi Bilägare sem jafnaðarlega reynsluekur bílum segir að ekki sé lengur samasemmerki milli þess að bíll sé dýr og vandaður og að hann sé um leið hljóðlátur. Hann nefnir sem dæmi hinn nýja Mercedes Bens S-línuna sem sé alls ekki hljóðlátur eins og vænta mætti af dýrum lúxusbíl.

Hávaðamælingarnar nú voru gerðar á 50, 70, 90 og 110 km/klst. Hjlóðlátasti bíllinn var Lexus LS 600h sem er dýr lúxusbíll. Á 90 km hraða mældist vegdynur bílnum 69,6 dBA. Sá háværasti reyndist smábíllinn Citroën C1. Í honum á sama hraða var veggnýrinn 77,4 dBA.

Mældur var einnig gamall Volvo 900 til samanburðar. Hann reyndist með þeim hljóðlátustu mælingunni.

Tíu hljóðlátustu bílarnir

Lexus LS 600h 65,9 dBA
Mercedes S-klass 68,7
BMW 5-serie 69,1
Volvo V70 69,5
Renault Mègane 69,6
Audi A6 69,9
Volvo S80 70,6
VW Tiguan 70,7
Toyota Prius 71,3
VW Passat 71,4

Tíu háværustu bílarnir

Citroën C1 77,4
Nissan 350Z 76,8
Ford Focus/Opel Astra 75,2
Skoda Fabia 74,5
Toyota Auris 74,4
Skoda Octavia 74,1
Kia Cee´d 5d 74,0
VW Golf 73,9
Kia Cee´d SW 73,8
Peugeot 308 73,7