Nýr bíll frá Kia

http://www.fib.is/myndir/Kia%20No3%20(3-4%20front%20view).jpg
Kia No 3 hugmyndarbíll, sýndur í Genf.

Kia sýnir frumgerð nýs fjölnotabíls eða MPV bíls á bílasýningunni í Genf sem opnuð verður 3. mars nk. Alls sýnir Kia 18 bíla.  Umhverfismildin verður í fyrirrúmi, sýndir verða tvíorkubílar og bílar með sjálfvirkum ádrepara og gangsetningarbúnaði. Slíkur búnaður kemur í veg fyrir lausagang þegar stansað er, t.d. á rauðu ljósi og spari auk þess allt að 15% eldsneyti.

Auk nýja fjölnotabílsins verða þrjár aðrar gerðir frumsýndar í Evrópu á Genfarsýningunni. Þeir eru  Kia Soul, uppfærð útgáfa af Kia Sportage jepplingnum og uppfærður Kia Magentis stallbakur.

Nýi fjölnotabíllinn hefur vinnuheitið Kia No 3. Í fréttatilkynningu frá Kia í Kóreu segir að með honum sé reynt að skapa fallegan nytjabíl sem sé skemmtilegur í akstri. Um fegurðina má nokkuð dæma af þessum myndum sem hér fylgja.
http://www.fib.is/myndir/Kia%20No3%20(3-4%20top%20view).jpg http://www.fib.is/myndir/Kia%20No3%20(Interior).jpg