Nýr danskur vefur með bílaupplýsingum

http://www.fib.is/myndir/Parisarsyningin.jpg
Frá Parísarbílasýningunni 2006.


Danska stofnunin Færdselsstyrelsen sem er ígildi Umferðarráðs/Umferðarstofu hér á landi hefur opnað nýjan vef fyrir bifreiðaeigendur. Þar er að finna allskona upplýsingar um bíla eins og um orkunotkun þeirra, öryggi, innkallanir vegna galla og margt fleira. Slóðin á þennan vef er www.bilviden.dk.

Færdselsstyrelsen er með þessu að þjóna dönskum neytendum með hverskonar upplýsingum sem varðar bíla eins og henni er lögskylt að gera. Danskir bílaeigendur munu þegar fram líða stundir geta slegið inn skráningarnúmer bíla sinna í leitarvél og koma þá fram hverskonar upplýsingar um viðkomandi bíl, meðal annars hvenær hann á að mæta í skoðun næst. Þessi vefur var opnaður fyrir helgina og er ætlunin að þróa hann og auka jafnt og þétt.

Hér á Íslandi er ekki að því við best vitum haldið úti vef af þessu tagi þar sem er að finna á einum stað upplýsingar um eyðslu, útblástur gróðurhúsalofts, öryggi og árekstursþol nýrra jafnt sem eldri bíla o.fl.  Það ætti því að vera fengur að þessum danska vef fyrir neytendur hér á landi þar sem fjöldi Íslendinga er ágætlega læs á dönskuna.

Loks er rétt að benda á sérlega góðan opinberan breskan vef þar sem hægt er að finna flestar upplýsingar sem máli skipta um nýja bíla. Þar er m.a. leitarvél sem hægt er að láta leita uppi og bera saman bíla eftir allskonar forsendum eins og  eyðslu, CO2 útblæstri, gerð eldsneytis o.fl. Á vefnum er að finna upplýsingar um alla bíla sem gerðarviðurkenndir eru á Evrópska efnahagssvæðinu. Slóðin er http://www.vcacarfueldata.org.uk/