Nýr Hæstaréttardómur um bílalán
Í vikunni féll dómur í Hæstarétti í ágreiningsmáli um bílakaupleigusamning milli manns og Lýsingar hf. Samningurinn var frá árinu 2006 og var að hálfu leyti í íslenskum krónum og að hálfu leyti gengistryggður. Samkvæmt dómnum var Lýsingu óheimilt að breyta vöxtum á samningnum á lánstímanum.
Áður hafði héraðsdómir fellt þann dóm að óheimilt hefði verið að leggja verðbætur ofan á íslenska hluta lánssamningsins. Og enn áður hafði Lýsing endurreiknað hinn erlenda hluta lánsins í kjölfar fyrri dóma um lögmæti lána í erlendum myntum.
Segja má að lántakandinn sem höfðaði málið hafi unnið fullnaðarsigur í lánamáli sínu gegn Lýsingu og ekki ólíklegt að hann eigi eftir að hafa fordæmisgildi hvað varðar aðra svipaða semninga en þeir munu skipta þúsundum.
Lögfræðingur FÍB hefur þennan nýja dóm til sérstakrar athugunar fyrir hönd félagsins og félagsmanna.