Nýr Kia Picanto

 http://www.fib.is/myndir/New%20Picanto2008.jpg
Kia Picanto 2008. 

Kia Laugavegi frumsýnir um helgina nýjan Picanto. Kia Picanto er smábíll, neyslugrannur og hagkvæmur í rekstri. Hann fæst í fjölda lita og er á frábæru verði að því segir í frétt frá umboðinu. Einnig verður kynntur nýr ilmur frá Elizabeth Arden, Mediterranean.

Sýningin á hinum ný uppfærða smábíl og ilmkynning Elísabetar Arden verður í húsakynnum Kia umboðsins að Laugavegi 172 og verður opið á morgun, laugardag frá kl. 10.00 til 16.00. Á sunnudag verður opið frá kl. 12.00 til kl. 16.00. Áhugasömum gefst kostur á reynsluakstri báða sýningardagana.

Hinn nýi Kia Picanto er í boði með 1100 rúmsm 65 ha. bensínvél og sjálfskiptur. Þannig kostar hann frá 1.540.000,-. Einnig fæst hann með 1100 rúmsm 75 ha. dísilvél og handskiptur. Sú útgáfa kostar frá 1.590.000,-.