Nýr Land Rover Freelander
Nýi Freelanderinn við Svartsengi.
Í síðastliðnum maímánuði fóru fram hér á landi tökur á auglýsingamyndum fyrir nýja gerð Land Rover jepplings. Bíllinn gekk undir vinnuheitinu L359 en nú er komið í ljós að bíllinn verður markaðssettur undir nafninu Freelander.
FÍB og LÍA höfðu milligöngu um myndatökurnar hér á landi með því að sækja um þau öll leyfi sem til slíks þarf og velja tökustaði ásamt hinu breska myndatökufólki. Tíu manna hópur frá Bretlandi á sérsmíðuðum myndatökubíl vann við verkefnið en auk þess var tekin á leigu þyrla frá þyrluþjónustunni Helicopter.is. Tökur fóru fram víða um landið, m.a. Jökulsárlón, Skógafoss, í Reynisfjöru, við Heklu, Geysi og við Bláa lónið og orkuver Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi við Grindavík.
Nú er byrjað að auglýsa nýja bílinn með myndunum frá Íslandi og hægt er að sjá hvernig hann tekur sig út á þessari netslóð.
Freelander myndaður við Skógafoss
Stokkur gýs.