Nýr Mercedes Benz A-class hefur breyst talsvert í útliti
Nýr A-class hefur breyst talsvert í útliti á milli kynslóða. Bíllinn hefur breikkað og lengst svo pláss fyrir farþega og farangur er því töluvert meira en í forveranum. A-Class er orðin hátæknivæddur eins og stærri lúxusbílar Mercedes-Benz og er búinn nýju MBUX kerfi sem bætir til muna allt notendaviðmót.
Þá er bíllinn með hinu nýja og háþróaða raddstýringarbúnaði Hey Mercedes sem þýski lúxusbílaframleiðandinn hyggst setja í alla nýja bíla sína á næstunni en því má að mörgu leyti líka við Siri sem margir notendur Apple síma þekkja vel. Nýr A-Class verður einnig fáanlegur með hinu magnaða Intelligent Drive sem m.a. má finna í flaggskipinu S-Class en það býður upp á bestu aksturs- og öryggiskerfi sem völ er á.
Þrjár vélar verða í boði í hinum nýja A-Class til að byrja með. A 180d með 116 hestafla dísilvél, A 200 með 163 hestafla bensínvél og síðan A 250 sem er talsvert aflmeiri bíll, eða 211 hestöfl. A-Class mun einnig koma í AMG útfærslu en áætlað er að hún verði frumsýnd um næstu áramót.
Nýr Mercedes-Benz A-Class verður frumsýndur á Sumarsýningu Öskju á Krókhálsi á laugardag kl. 12-16.