Nýr rafbíll frá Sviss

http://www.fib.is/myndir/Murat1.jpg

Murat Günak heitir einn þekktasti bílahönnuður í Evrópu. Hann er sá sem hannaði Mercedes SLK sportbílinn, Peugeot 207, VW EOS, VW Scirocco og nú síðast VW Tiguan meðan hann enn var yfirhönnuður Volkswagen. Murat Günak er nú hættur hjá Volkswagen og orðinn sjálfstæður, hefur stofnað bílasmiðju í Luzern í Sviss og hannað frumgerð fjögurra manna rafbíls sem sýndur verður á bílasýningunni í Genf í næsta mánuði.

Murat Günak hefur tekið höndum saman við svissneskan fjármálajöfur, Lorenzo R. Schmid að nafni sem fjárfest hefur 250 milljón evrur í lítilli bílaverksmiðju í Luzern i Schweiz. Fyrirtækið heitir Mindset AG og bílaframleiðslan á að hefjast strax á næsta ári og áætluð ársframleiðsla er 10 þúsund bílar. http://www.fib.is/myndir/Murat2.jpg

Þessi nýi rafbíll verður með líþíum-jónarafhlöðum sem sjá rafmótorunum sem knýja hann áfram, fyrir straumi sem aðallega kemur frá venjulegum heimilistengli. En ef rafhlöðurnar tæmast er í bílnum tveggja strokka 24 hestafla ljósamótor sem getur bjargað málunum. Bíllinn endurnýtir auk þess hemlaorkuna þannig að rafstraumur verður til þegar bremsað er, sem skilast til baka inn á geymana, svipað eins og þekkt er hjá t.d. Toyota Prius.  

Bíllinn er fyrst og fremst hugsaður til daglegra nota í þéttbýli. Hann kemst rúmlega 100 kílómetra á rafhleðslunni en ljósavélin fer þá í gang og framleiðir straum þannig að með því mótinu er vinnuhringur hans um 800 kílómetrar. Hann er léttbyggður, burðarvirki hans er úr áli og ytri klæðning úr plasti þannig að þyngd hans tilbúins til aksturs er einungis um 800 kíló. Á þaki hans eru auk þess fáanlegar sólarsellur sem breyta sólarljósi í rafstraum. Til að fá sem minnsta núningsmótstöðu frá hjólunum er bíllinn á mjög stórum, eða 22 tommu felgum með mjóum dekkjum. Ekki er honum afls vant, því að uppgefið hámarksviðbragð hans úr kyrrstöðu í hundraðið er einungis sjö sekúndur.

Sá markhópur sem hönnuðurinn vill ná til eru „hinir frægu, ríku og fallegu,“ sem ekki eru feimnir við að sýna lífsstíl sinn. Í þeim anda er bíllinn ekkert líkur algengustu borgarbílum heldur algerlega sér á báti. Hann er fremur lágbyggður og utanáliggjandi afturhjólin eru með nokkurskonar mótorhjólabrettum. Í innréttingu bílsins ræður naumhyggjan ríkjum og framsætið er heill bekkur eins og tíðkaðist í amerísku köggunum fra undr níunda áratuginn..