Nýr Range Rover Sport
Þann 26 mars, eða daginn áður en bílasýningin í New York verður opnuð almenningi, verður nýr Range Rover Sport frumsýndur. Hann verður um það vil 300 kílóum léttari en eldri kynslóð bílsins og fáanlegur með sjö sæta innréttingu. Frumsýningin verður í beinni útsendingu á Netinu.
Léttleikinn er fenginn m.a. með því að hafa burðarvirki bílsins úr áli en í þeim gamla var var rammbyggð grind úr stáli og þung þar eftir. Þetta var sama grindin og í Land Rover Discovery 4 sem var mjög rammbyggður jeppi. Það voru því nokkrar ýkjur að kalla bílinn 2.647 kg þungan bíl nafninu Sport. Flest annað fallegt mátti um hann segja en að hann væri sportlegur. Hinn nýi og 300 kg léttari Range Rover Sport verður auk þess fáanlegur með fjögurra strokka vél (trúlega dísilvél) en fjögurra strokka vél hefur ekki sést í Range Rover bíl síðan árið 1989.
Hinn nýi og létti Range Rover Sport er byggður á sömu PLA-grunnpllötunni (Premium Lightweight Architecture) og fjórða kynslóð Range Rover jeppans. Báðar gerðirnar verða byggðar samhliða í verksmiðjunni í Solihull í Bretlandi.
Þeir sem vilja fylgjast með frumsýningunni í beinni útsendingu þann 26. mars nk. geta gert það hér: