Nýr Renault Laguna
04.06.2007
Renault birti í morgun myndir af nýrri kynslóð fólksbílsins Renault Laguna. Bíllinn verður svo sýndur almenningi í fyrsta sinn í haust á bílasýningunni í Frankfurt. Bíllinn kemur síðan á Evrópumarkað sem árgerð 2008. Í frétt frá Renault um bílinn sjálfan segir að undirvagn og fjörðunarbúnaður hafi verið sérstaklega endurnýjað og styrkt til að fá fram bestu aksturseiginleika, stöðugleika og rásfestu ásamt þægindum í akstri.
Fjölbreytt úrval véla verður fáanlegt í þennan nýja bíl, þeirra á meðal er ný 2ja lítra, 145 ha. bensínvélvél sem var samvinnuverkefni Nissan og Renault. Þrjá dísilvélagerðir verða í boði. Afl þeirra er frá 110-175 hö.
Að vanda leggur Renault mikið upp úr örygginu og þótt þessi glænýi bíll hafi ekki verið árekstursprófaður hjá Euro NCAP er vart við öðru að búast í ljósi sögunnar en að árekstursþol hans reynist með öruggara móti. Af öryggisbúnaði hans má svo nefna að tvöfaldir loftpúðar, sem eru nýjung, eru framan við framsætin og hliðarloftpúðar eru við öll sæti og ESC stöðugleikabúnaður verður staðalbúnaður.