Nýr ŠKODA Superb
Um miðjan febrúar nk. verður frumsýnd í Prag ný og gerbreytt þriðja kynslóð flaggskipsins Skoda Superb. Bíllinn verður þvínæst sýndur á bílasýningunni í Genf í mars. Prófunum á frumgerðumhins nýja bíls er nú lokið og fjöldaframleiðsla að hefjast. Nýi Superb bíllinn er gerbreyttur frá núverandi gerð og sagður betur byggður og vandaðri í hvívetna og betri í akstri. Þessi nýi bíll muni festa Skoda Superb í sessi sem „Premium“ bíl í hópi bíla af svipaðri stærð frá Mercedes, BMW, Lexus og Volvo.
Nýi bíllinn er rúmbetri en áður og með stærra farangursrými en önnur kynslóðin. Ekki verður það þó sagt að plássið hafi neitt verið skorið við nögl áður í Skoda Superb. Staðalútgáfan verður ríkulega búin tækni- og öryggisbúnaði og í frétt framleiðandans segir að búnaður hans verði eins og best gerist í mestu lúxusbílum, en verðið samt verða áfram í takti við almennt verðlag millistærðarbíla.
Síðan segir forstjóri Skoda¸ Prof. Dr. h.c. Winfried Vahland í fréttinni: „Hinn nýi ŠKODA Superb er besti Skódinn nokkru sinni. Þessi nýjasta kynslóð flaggskips okkar á eftir að höfða til nýs kaupendahóps Skóda – hátt setts fólks innan fyrirtækja og stofnana. Þessi hágæðabíll er staðfesting á verðmætamati fyrirtækisins og vísbending um þá framtíðarstefnu sem tekin hefur verið.