Nýr Suzuki jepplingur
Nýr jepplingur frá Suzuki með gerðarheitið S-Cross verður frumsýndur á bílasýningunni í París í september. Hann kemur á markað í Evrópu um sama leyti og leysir SX4 jepplinginn af hólmi.
Suzuki hefur framleitt SX4 undanfarin ár bæði undir eigin vörumerki en líka fyrir Fiat, sem Fiat Sedici en því samstarfi lýkur nú. Síðan Fiat og Chrysler fóru undir eina stjórn hefur Fiat nú aðgang að miklum gögnum, þekkingu og tækni varðandi jeppa- og jepplinga, sem er Jeep, og þarf því ekki lengur á aðstoð Suzuki að halda.
Þótt ekki sé svosem langt í opnun Parísar-bílasýningarinnar eru myndir af nýja jepplingnum mjög af skornum skammti. Þær einu sem finnanlegar voru í gær voru teikningin sem fylgir með þesssari frétt og mynd af öðru framljósi bílsins.