Nýr vegur um Kolgrafarfjörð
18.10.2005
Næskomandi föstudag, 21. okt. kl 16.00 opnar Sturla Böðvarsson samgönguráðherra formlega nýjan veg og brú yfir Kolgrafarfjörð á norðanverðu Snæfellsnesi.
Með þessum nýja vegi styttist leiðin á norðanverðu Snæfellsnesi milli Stykkishólms og Grundarfjarðar um 6 km auk þess sem öll sú leið er nú lögð bundnu slitlagi. Nýi vegurinn er talinn mun öruggari en gamli vegurinn fyrir Kolgrafarfjörð var, en hann er hlykkjóttur malarvegur um erfitt og varasamt veðursvæði í botni fjarðarins. Nýi vegurinn eykur möguleika á samvinnu Stykkishólms og Grundarfjarðar og er nýstofnaður framhaldsskóli í Grundarfirði eitt merki þess.
Framkvæmdir veið nýja veginn voru boðnar út í febrúar 2003. Samið var við Háfell ehf og Eykt ehf um verkið og hófust framkvæmdir í lok apríl 2003. Vegurinn var lagður bundnu slitlagi og opnaður fyrir umferð haustið 2004 sem var 6 mánuðum á undan áætlun. Verktakinn lauk síðan við sinn hluta verksins s.l. sumar.