Nýskráðar nýjar fólksbifreiðar 13.591
Nýskráðar nýjar fólksbifreiðar eru það sem af er árinu orðnar alls 13.591. Á sama tímabili í fyrra voru þær 10.362 þannig að aukningin er um 31,2%. Bílar til almennra notkunar og bíaleiga skiptast nokkuð jafnt, 50,1% nýskráninga er til bíaleiga og 49,2% til almennra notkunar. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Bílgreinasambandinu.
Flestar nýskráningar eru í rafmagnsbílum, alls 28,2% það sem af er árinu. Tengiltvinnbílar koma í öðru sæti með 24,2% hlutdeild og hybrid er í þriðja sætinu með 19,0%. Dísilbílar eru 15,4% og bensín 13,2%. Þess má geta að rafmagnsbílar hafa aukið hlutdeild sína um tæp 3% miðað við sama tíma í fyrra á meðan aðrir nýorkubílar standa í stað. Um 3% meiri sala er í dísilbílum það sem af er árinu miðað við sama tímabil í fyrra.
Toyota er langefst í nýskráningum nýrra fólksbifreiða, alls 2.410 bifreiðar. Það gerir um 17,7% hlutdeild á markaðnum. Kia er í öðru sæti með 1.481 bifreið og Hyundai er í þriðja sætinu með 1.294 bíla. Þar nokkuð á eftir koma Dacia, Mitubishi og Tesla.