Nýskráningar eru 6.040 fyrstu sex mánuði ársins
Nýskráningar fólksbifreiða fyrstu sex mánuði ársins ligga nú fyrir og kemur í ljós að þær eru alls 6.040 af því fram kemur í tölum frá Bílgreinasambandinu. Á sama tímabili í fyrra námu þær alls 4.193 þannig að aukningin nemur alls 44%. Nýskráningar í júní voru alls 1.834 en í sama mánuði í fyrra voru þær alls 824 og aukningin því um 122,6%. Júní mánuður er langstærsti sölumánuður ársins fram að þessu. Nýskráningar til almennra notkunar eru 61,0% og til bílaleiga 37,9% það sem af er árinu.
Hlutdeild Toyota bifreiða er mest, alls 16%, en nýskráningar í þessu bílamerki eru alls 967 fyrstu sex mánuði ársins. Kia kemur í öðru sæti með 15,3% hlutdeild, alls 924 bifreiðar. Nýskráningar í Suzuki eru alls 385 bifreiðar sem er um 6,4% hlutdeild. Í næstu sætum þar á eftir koma Hyundai, Volkswagen og Tesla.
Hlutdeild nýorkubíla í nýskráningum er um 65%. Tengiltvinnbílar eru með 23,8% hlutdeild fyrstu sex mánuði ársins. Hybrid bílar eru með 20,8% hlutdeild og rafmagnsbílar 20,5%. Bensínbílar eru með 19,4% hlutdeild og dísilbílar með 15,4%.