Nýskráningar fólksbíla orðnar 4.923
Nýskráningum fólksbifreiða það sem af er árinu eru orðnar 4.923. Á sama tímabili í fyrra voru þær 3.649 og er því aukningin um 34,9%. Síðustu mánuði hefur sala í nýjum bílum verið líflegra móti en í maí voru nýskráningr 1.331 og var um metmánuð að ræða á þessu ári. Líklega má telja að nýskráningar í þessum mánuði muni mjakast upp á við og verða í hærri kantinum áður en mánuðurinn er allur. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Bílgreinasambandinu.
Hlutdeild KIA bifreiða er mest en þar eru nýskráningar það sem af er árinu orðnar 772 talsins. Toyota er í öðru sæti með 761 bíla og í næstu sætum koma koma Hyundai með 316 bíla og Suzuki með 315 bíla. Á eftir koma Volkswagen með 252 bíla, Tesla, 235, Peugeot, 215, og Nissan 217.
Nýskráningar til almennra notkunar er 65,2% það sem af er árinu og til bílaleiga 34,7%.
Hlutdeild tengiltvinnbíla er 23,9%, bensínbíla 21,2%, rafmagnsbíla 20,9%, hybridbíla 19,1% og dísilbíla 14,9%.