Nýskráningar fyrstu fjóra mánuði ársins 3.268
Nýskráningar fólksbifreiða fyrstu fjóra mánuði ársins voru alls 3.268 og er um 27% samdrátt að ræða miðað við sama tímabil á síðasta ári. Þess má geta að nýkráningar í apríl mánuði einum nam alls 372 bifreiðum.
Eftir tegundum bifreiða fyrstu fjóra mánuði ársins er Toyota í efsta sætinu með alls 456 seldra bíla. Tesla, sem var áður söluhæsta tegundin, kemur þar rétt á eftir með 451 seldra bíla. Volkswagen er í þriðja sætinu með 279 bíla, Kia 224 og Nissan 207.
Almennt séð hefur bílasala minnkað mikið í Evrópu sem að mestu má rekja til kórónuveirufaraldursins. Bílaframleiðendur eru að gera sér vonir um að bílasala rétti úr kútnum þegar líða fer á árið.