Nýskráningar fyrstu þrjá mánuði ársins alls 3.218
Nýskráningar fólksbifreiða fyrstu þrjá mánuði ársins voru alls 3.218. Sala fyrir sama tímabil 2021 voru 2.089 bifreiðar svo aukningin á milli ára er um 54%. Nýskráningar til almennra notkunar var rúm 67% og til bílaleiga 32%. Nýliðinn mánuður, mars, var nokkuð líflegur í sölu á nýjum bílum en bara í þeim mánuði einum námu nýskráningar alls 1.451 bifreiðum.
Hlutdeild nýorkubíla fyrstu þrjá mánuðina nam 70,3%. Rafmagnsbílar voru 41,5%, tengiltvinnbílar 24,5% og hybrid 14,3%. Dísilbílar voru með tæp 11% hlutdeild og bensínbílar 8,9%.
Langflestar nýskráningar það sem af er á árinu eru í Toyota, alls 437 bifreiðar. Tesla er í öðru sæti með 336 bifreiðar og KIA í þriðja sæti með 318 bifreiðar. Mitsubishi, Volvo og Nissan komu í sætum þar á eftir.