Nýskráningar fyrstu viku nýs árs voru alls 159
Eins og fram kemur í tölum Bílgreinasambandsins voru nýskráningar fyrstu viku nýs árs hér á landi alls 159. Toyota var söluhæsta bílamerkið með 34 bíla. Mitsubishi var í öðru sæti með 14 bíla og Kia í þriðja sætinu með 12 bíla.
Af nýskráningunum voru tengiltvinn bílar með 31,4% hlutdeild. Rafbílar voru með 23,3% hlutdeid og dísilbílar 16,4%. Hybridbílar voru 15,7%.
Óvissan í söluhorfun fyrir árið 2021 er tiltölulega mikil. Mun það velta á mörgum þáttum og má þar helst nefna hvernig gengur í baráttunni við Covid, hvort rætist úr atvinnu- og efnahagsmálum og hvort ferðaþjónustan taki við sér að ráði og hefji á ný að fjárfesta í bílaleigubílum.