Nýskráningar í Tesla nálgast þrjú þúsund
Þegar rúmlega einn mánuður er aftir á þessu eru nýskráningar fólksbíla alls 15.839 en voru á sama tíma í fyrra 15.036. Nýskráningar eru því 5,3% meiri núna í ár en í fyrra. Sala á nýjum er búin að haldast nokkuð jöfn á haustmánuðum og til dagsins í dag að því er fram kemur í tölum frá Bílgreinasambandinu.
Bílar til almennra notkunar er rúm 56% en til bílaleiga 43%. Hlutfall rafmagnsbíla í sölunni til þessa á árinu nemur um 46,3%. Hybrid-bílar koma í öðru sæti með 17,9% hlutfall og dísil-bílar með 13,8% í þriðja sætinu. Þar á eftir koma bensín-bílar með 11,4% hlutfall og tengiltvinnbílar með 10,6% hlutfall.
Tesla er söluhæsti bíllinn það sem af er á árinu en 2.906 bílar hafa selst í þessu bílamerki. Það er um 18,35% hlutfall í heildarsölunni. Toyota er í öðru sæti með 2.617 bíla og Kia í þriðja sætinu með 1.852 bíla. Þessar bílategundir skera sig nokkur úr því Dacia er í fjórða sætinu með 1.081 bíla. Hyundai með 829 bíla og Volkswagen 828 eru í 4.-5. sæti.
Þess má geta að í nóvember einum fram að þessu hafa verið 533 nýskráningar í Tesla. Á sama tíma 86 í Toyota og 54 í Kia.