Nýskráningar innan Evrópusambandsins jukust í nóvember
Viðsnúningur varð í nóvember í nýskráningum bíla innan Evrópusambandsins. Aukningin nam 1,1% að meðtali innan sambandslandanna. Spánn leiddi þróunina með 7,2% vöxt, á meðan Þýskaland náði 6% aukningu eftir þriggja mánaða samdrátt. Samdráttur var hins vegar í Frakklandi (-11,1%) og Ítalíu (-9,1%).
Á ellefu mánaða tímabilli inn í árið 2024 héldust nýskráningar bíla stöðugar (+0,7%) og náðu 8,9 milljónum bifreiðum. Markaðir á Spáni (+4,9%) og á Ítalíu (+0,9%) stóðu sig jákvætt, en samdráttur var í Frakklandi og Þýskalandi, -2,7% og -0,4%.
Markaðshlutdeild rafbíla í nóvember hélt áfram að vera stöðug við 14,4%. Skráningar tengiltvinnbíla í nóvember drógust saman um 7,2%. Markaðshlutdeild þessarar gerðar ökutækja náði 7,7% í þessum mánuði, sem er lækkun um 0,7 prósentustig miðað við sama tímabil í fyrra.
Nýskráningar rafbíla á sama tíma jukust um 2,4% í 124.907. Hins vegar var heildarmarkaðsmagn það sem af er ári 4,9% lægra en á sama tímabili í fyrra, með heildarmarkaðshlutdeild 14,4%. Þessi samdráttur var fyrst og fremst knúinn áfram af verulegum samdrætti í skráningum í Þýskalandi (-26,6%).
Skráningar tengiltvinnbíla drógust saman um 7,2% í síðasta mánuði, í kjölfar verulegra samdráttar í Frakklandi (-26,9%) og á Ítalíu (-24,9%). Í nóvember vorutengiltvinnbílar 7,7% af bílamarkaðnum. Skráningar rafhlöðurafbíla jukust um 17,5% í nóvember, með markaðshlutdeild sem hækkaði í 33,3%,
Sala á bensínbílum drógst saman um 6,8% í heild í nóvember. Brattasta niðursveiflan var í Frakkland , hún nam 35% Á Ítalíu var samdrátturinn um rúm 10%. Minnstur var samdrátturinn á Spáni eða um 1,6%. Þýskaland sýndi aftur á móti vöxt í skráningum á bensínbílum sem nam 3,7% í nóvember. Bensínbílar eru nú 30,8% af markaðnum en var rúmlega 33% á sama tíma í fyrra.
Það sem af er árinu er samdráttur um 41% í nýskráningum á Íslandi. Nýskráningar eru nú um 9.600 bifreiðar en voru á sama tímabili í fyrra 16.200.