Nytjafegurð á sýningu

http://www.fib.is/myndir/Consul.jpg


Hjá Dansk Design Center í Kaupmannahöfn stendur nú yfir sýning á átta bílum sem þykja skara fram úr í hönnun. Sýningin var opnuð þann 18. nóvember og stendur til 18. mars á næsta ári.

Dómnefnd bílasérfræðinga og hönnuða hefur valið bílana sem allir eru hver úr sinni áttinni og hver með sínu móti en hver um sig þykja skara fram úr í hönnun og markað stefnu til framtíðar á sínum tíma.

Bílarnir á sýningunni eru Citroën ID/DS (1955) 
Morris Mini (1959) 
Jaguar E-type (1961)
Ford Mustang (1965)
Ford Sierra (1982)
Ferrari Testarossa (1984) 
Alfa Romeo 156 (1997) 
Porsche 911 (2006).

Þær forsendur sem nefndin gekk út frá við valið voru þessar:

a) Bílar sem framleiddir hafa verið frá 1950 til þessa dags.
b) Bílar sem fengu útlit sitt út frá forsendum fagurfræði, hönnunar- og útlitssjónarmiða fremur en þeim sem lúta að aksturseiginleikum, sparneytni og hagkvæmni o.s.frv.
c) Bílarnir verða að vera eða hafa verið fjöldaframleiddir.


http://www.fib.is/myndir/Citroen-ds1955.jpgCitroën ID/DS (1955)
Hönnuðurinn var Flamino Bertoni (sem ekki má rugla saman við Nuccio Bertone, þann sem t.d. hefur hannað Lamborghini Countach). Flamino Bertoni gerði einnig frumteikningar að öðrum frægum Citroen bíl; 2CV eða bragganum. Útlit ID/DS bílsins var byltingarkennt en það voru aksturseiginleikar hans sömuleiðis, ekki síst vegna gas/vökvafjöðrunarkerfisins.

http://www.fib.is/myndir/Ford_mustang(1965).jpgFord Mustang (1965)
Mustang var sportbíll fátæka mannsins. Þegar hann kom á göturnar fyrst var hann ólíkur öðrum sportbílum. Hönnuðirnir voru David Ash, Joe Oros og Gail Halde.

http://www.fib.is/myndir/FordSierra.jpgThe image “http://www.fib.is/myndir/Jaguar_E-type.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.Ford Sierra (1982) og Jaguar E-type (1961)
Tveir gerólíkir bílar hvað varðaði notagildi og verð. En með þeim hefst tímabil mjúkra lína í bílahönnun. Hönnuður Sierra var Uwe Bahnsen en Jaguar E var teiknaður af þeim William Lyons, Bill Heynes og Malcom Sawyer.


http://www.fib.is/myndir/AlfaRomeo156.jpgAlfa Romeo 156 (1997)
Bílablaðamenn og aðrir sem um bíla fjalla hafa ausið Alfa 156 lofi fyrir útlitsfegurð. Hann var valinn bíll ársins í Evrópu 1997 þegar hann kom fyrst fram. Í hönnun bílsins yst sem innst er mikið samræmi. Þetta er bíll m eð mjög góða og sportlega aksturseiginleika. Bíllinn er eiginlega sportbíll með rými fyrir alla kjarnafjölskylduna.

The image “http://www.fib.is/myndir/Mini59.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.Morris Mini (1959)
Verkfræðingurinn Alec Issigonis teiknaði upphaflegt útlit þessa fræga smábíls á servíettu á veitingahúsi. Markmiðið var að gera fjögurra manna bíl úr vélarhlutum og búnaði sem verksmiðjurnar áttu þegar fyrir. Til að spara rýmið sem mest fann Issiconis upp á því að setja vélina og gírkassann þversum framí vélarhúsið og hafa drif á framhjólunum og öll fjögur hjólin sem næst hornum bílsins.

Auk ofannefndra bíla eru á sýningunni Ferrari Testarossa (1984) og Porsche 911 (2006). Auk þeirra gefur að líta ný hannaða bíla eftir því sem færi gefst á níunda sýningarstæði. Þeirra á meðal eru og verða Audi TT, BMW Z4, Volvo C30 og Toyota Avensis.